banner
   fim 24. júlí 2014 00:35
Brynjar Ingi Erluson
Twitter um Gylfa - Hljómar enn eins og karakter úr Hobbit
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Mynd: Heimasíða Swansea
Íslenski landsliðsmaðurinn, Gylfi Þór Sigurðsson, gekk til liðs við Swansea City í kvöld frá Tottenham Hotspur en hann gerði fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.

Gylfi var áður á mála hjá Swansea er hann var á láni frá Hoffenheim tímabilið 2011/2012 en hann kom þá í janúar 2012 og spilaði 19 leiki ásamt því að skora 7 mörk.

Twitter-samfélagið var vel virkt eftir skipti Gylfa til Swansea en þar var hans staða rædd en hægt er að sjá helstu færslur hér fyrir neðan.

Flestir hrósuðu skiptum Gylfa til Swansea á meðan aðrir töluðu um hann hefði kannski frekar átt að velja Liverpool sumarið 2012 er hann valdi Tottenham Hotspur framyfir Liverpool.

Alexander Freyr Einarsson, Fótbolti.net.
Hlakka til að sjá Gylfa blómstra hjá Swansea á ný. Hans besti tími var klárlega þar þó hann hafi verið flottur hja Spurs.

Einar Matthías, stuðningsmaður Liverpool.
Gylfi valdi rangt þegar hann hafnaði því að halda áfram undir stjórn Rodgers í miklu betra liði (en Swansea). Var ágætur hjá Spurs samt.

Hann tekur núna (góð) tvö skref aftur á bak og hefur alla burði til að ná sér aftur á strik hjá Swansea. Er á fínum aldri og meira inni.

Það var aldrei mikið áfall fyrir LFC að missa af Gylfa og líklega ástæða þess að LFC fékk Coutinho, það myndi enginn skipta á þeim í dag

Oddur Óli Jónasson, fótboltaáhugamaður.
Gylfi stóð sig frábærlega hjá Spurs miðað við tækifærin sem hann fékk. Hann mun án efa gera góða hluti hjá Swansea líkt og áður. #fotbolti

Sigurjón Hallgrímsson, fótboltaáhugamaður.
Vonandi fær Gylfi að spila og verða kóngurinn í Swansea sem hann á skilið. Sjálfstraustið mun svo skila sér í landsliðið

Johnny Craven, fótboltaáhugamaður.
Frábært að fá Gylfa aftur til Swansea, hann var frábær þegar hann var á láni. Ef við getum komið honum í það form sem hann var í árið 2012 þá erum við í góðum málum

Satchel Sankar, stuðningsmaður Tottenham.
Aw Gylfi, ég mun sakna þín.

UndercoverJack, stuðningsmaður Swansea.
@Gareth_Vincent frábært að fá Gylfa aftur en nafnið hans hljómar ennþá eins og karakter úr The Hobbit.

Sion Johnson, stuðningsmaður Swansea.
Get ekki beðið eftir að heyra lagið hans Gylfa á Liberty Stadium.

Viktor Lindholm, stuðningsmaður Tottenham.
Fyrirgefið mér Tottenham Hotspur en ég finn enga gleði í dag. Vonandi kemur Gylfi aftur fljótlega.

FourFourTom.
Luke Shaw er 30 milljón punda virði en Ben Davies einungis helming af því sem Gylfi kostaði? Það er glórulaust.

Not Ian Ayre, stuðningsmaður Liverpool.
Ég fór ekki til Liverpool því Tottenham er á uppleið - Gylfi Þór fyrir tveimur árum. Núna er Gylfi aftur á leið til Swansea með skottið á milli lappanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner