Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 24. júlí 2015 23:45
Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík fær Amath Diedhiou á láni frá FH (Staðfest)
Amath Diedhiou.
Amath Diedhiou.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík hefur fengið kantmanninn Amath Diedhiou á láni frá FH.

Amath, betur þekktur sem Diddú, er frá Senegal en hann samdi við FH fyrr á þessu ári.

Fyrri hluta tímabils var hann á láni hjá Leikni þar sem hann spilaði sex leiki í Pepsi-deildinni.

Amath er sjötti leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík krækir í frá því að félagaskiptaglugginn opnaði en Pape Mamadou Faye, Alexander Jackson Möller, Fabrizio Prattico, Jerson Dos Santos og Randell Harrevelt hafa einnig komið til félagsins.

BÍ/Bolungarvík er í neðsta sæti 1. deildar með fimm stig en liðið fær Þrótt í heimsókn á morgun.

Í öðrum fréttum af BÍ/Bolungarvík má nefna að Friðrik Þórir Hjaltason og Hjalti Hermann Gíslason eru farnir frá BÍ/Bolungarvík í Hörð á láni. Leikmennirnir eru báðir á yngsta ári í 2. flokki en þeir hafa báðir komið við sögu í 1. deildinni í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner