Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 24. júlí 2015 15:35
Magnús Már Einarsson
Indriði Áki í Fram (Staðfest)
Indriði Áki Þorláksson.
Indriði Áki Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. deildarlið Fram hefur fengið Indriða Áka Þorláksson í sínar raðir frá FH.

Indriði fór frá FH í Keflavík á lánu fyrir tímabilið en hann er nú mættur

Hinn tvítugi Indriði Áki spilaði sex leiki með Keflavík í maí en hann kom til FH frá Val fyrir einu ári síðan.

Indriði skoraði 9 mörk í 29 deildar og bikarleikjum með Val á ferli sínum þar.

Atli Fannar Jónsson, Ágúst Örn Arnarson, Davíð Einarsson, Hrannar Einarsson, Kristján Atli Marteinsson og Sigurður Gísli Snorrason hafa einnig komið til Fram í þessum mánuði. Af sjö nýjum leikmönnum liðsins spila allir nema Hrannar í fremstu stöðunum á vellinum.

Fram er í 10. sæti í 1. deildinni en liðið fær Þór í heimsókn á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner