Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2016 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
78% segja fjölda erlendra leikmanna koma niður á ungum leikmönnum
Martin Lund er búinn að vera besti erlendi leikmaður deildarinnar.
Martin Lund er búinn að vera besti erlendi leikmaður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú eru úrslitin ráðin í síðustu könnun Fótbolta.net.

Spurningin í könnuninni var svo hljóðandi: Telur þú að fjöldi erlendra leikmanna í Pepsi-deildinni komi niður á þróun ungra íslenskra leikmanna?

Mjög mikill meiri hluti lesenda eða 78% telja að svo sé en þessi umræða hefur verið í brennidepli undanfarið. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í deildinni og eru margir á því að gæðin þeirra séu hreinlega ekki næg.

Slæmur árangur í Evrópukeppnum hjá félagsliðunum okkar þetta árið hefur eflaust ekki hjálpað til heldur.

Hér að neðan má sjá úrslitin í könnuninni.

78% Já (2224)
22% Nei (622)
Athugasemdir
banner
banner
banner