Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2016 17:30
Arnar Geir Halldórsson
Dortmund mun ekki kaupa fleiri leikmenn í sumar
Mynd: Getty Images
Hans-Joachim Watzke, yfirmaður leikmannamála hjá Borussia Dortmund, segir félagið hafa sagt sitt síðasta á félagaskiptamarkaðnum þetta sumarið.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Dortmund í sumar en öflugir leikmenn á borð við Mats Hummels, Ilkay Gundogan og Henrikh Mkhitaryan eru allir horfnir á braut.

Í staðinn hefur þýska stórliðið náð í mjög spennandi leikmenn á borð við Ousmane Dembele, Emre Mor og Mikel Merino auk nokkra þekktra leikmanna en Mario Götze, Andre Schurrle, Marc Bartra, Sebastian Rode og Raphael Guerreiro munu allir leika í gulu treyjunni þegar þýska Bundesligan fer af stað í haust.

„Eins og staðan er í dag þá sé ég ekki fram á að það komi fleiri nýjir leikmenn áður en glugginn lokar. Ef eitthvað er höfum við of marga leikmenn," sagði Watzke í samtali við BIld.
Athugasemdir
banner
banner