Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2016 19:37
Arnar Geir Halldórsson
Forseti Roma útilokar að selja Manolas
Kostas Manolas
Kostas Manolas
Mynd: Getty Images
Gríski varnarjaxlinn Kostas Manolas er ekki á förum frá ítalska stórliðinu Roma ef marka má orð forseta ítalska félagsins.

Þessi 25 ára gamli miðvörður er afar eftirsóttur þessa dagana en Man Utd, Man City og Chelsea eru öll sögð hafa áhuga á kappanum.

„Afhverju ætti hann að fara frá okkur? Hann er samningsbundinn Roma og líður vel hjá okkur," sagði James Pallotta, forseti Roma, þegar hann var spurður út í þessar sögusagnir.

Manolas gekk í raðir Roma sumarið 2014 og þurfti ítalska liðið þá að punga út rúmum 15 milljónum evra til Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner