Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. júlí 2016 22:05
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars: Dómarinn eyðilagði þetta fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Dómarinn eyðilagði þetta fyrir okkur. Takk fyrir það," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, afar ósáttur í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnuna úr aukaspyrnu á 88. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið á 98. mínútu.

Hermann var ósáttur við aukaspyrndóminn hjá Valdimar Pálssyni í jöfnunarmarkinu.

„Að taka þessa ákvörðun er hörmung. Hann eyðilagði leikinn fyrir okkur og alla vinnsluna sem við höfðum lagt í þetta."

„Hann gaf þeim þessa aukaspyrnu. Þetta er eins og að gefa víti fyrir að negla í andlitið á einhverjum," sagði Hermann reiður.

Hér að neðan má sjá viðtal Fótbolta.net við Hermann eftir leikinn í kvöld.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr Árbænum
Hemmi Hreiðars: Manni verður óglatt aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner