Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. júlí 2016 19:10
Elvar Geir Magnússon
Mourinho setur leikmenn sína í Pokemon bann
Pikachu með aðdáendum sínum.
Pikachu með aðdáendum sínum.
Mynd: Getty Images
Pokemon Go leikurinn er heldur betur að tröllríða öllu um þessar mundir og veit ég af fótboltaliðum sem hafa ekki bara ferðast í útileiki til að sækja stigin þrjú heldur einnig til að veiða sem flestar tegundir af Pokemonum.

Leikmenn Manchester United geta þó ekki veitt eins marga Pokemona í æfingaferð sinni til Kína eins og þeir hefðu viljað.

Jose Mourinho, stjóri United, hefur sett sína menn í Pokemon bann tveimur sólarhringum fyrir leiki. United mætir grönnum sínum í Manchester City á morgun en leikmenn fá ekki að skella sér í Pokemon Go fyrir leikinn.

Stór hluti leikmannahóps United er sagður vera að spila leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner