Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. júlí 2016 17:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pep Guardiola ætlar að taka í hendina á Mourinho
Pep og Jose takast í hendur.
Pep og Jose takast í hendur.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segist ætla að taka í höndina á Jose Mourinho þó þeir hafi eldað grátt silfur í gegnum tíðina.

Manchester United og Manchester City mætast í Kína í hádeginu á morgun en þá mætast Mourinho og Guardiola í fyrsta skipti síðan ágúst 2013.

Guardiola segir að samband þeirra sé ekki vandamál og það eigi að einbeita sér að liðunum sem mætast.

„Við erum kurteisir, afhverju ættum við ekki að takast í hendur?"

„Mourinho vill virkilega vinna og ég vil virkilega vinna en þetta er vináttuleikur, og fólk ætti að einbeita sér að liðunum, ekki mér og honum," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner