Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júlí 2016 21:31
Magnús Már Einarsson
Þriðja Guðjohnsen kynslóðin í Val
Sveinn Aron í leiknum í kvöld.
Sveinn Aron í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik með Val þegar hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu gegn Fjölni í Pepsi-deildinni kvöld.

Þar með hafa þrjár Guðjohnsen kynslóðir spilað með Val í efstu deild.

Eiður Smári, faðir Sveins, spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Val árið 1994 og sló strax í gegn með því að skora sjö mörk, aðeins fimmtán ára að aldri.

Arnór, afi Sveins, spilaði með Val frá 1998 til 2000 og skoraði grimmt með liðinu.

Sveinn Aron kom til Vals frá HK á dögunum. Hann kom ekki við sögu gegn ÍA um síðustu helgi en í kvöld spilaði hann sínar fyrstu mínútur með Val.
Athugasemdir
banner
banner