sun 24. júlí 2016 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Þróttur notar flesta leikmenn - FH fæsta
Þróttur notar marga leikmenn.
Þróttur notar marga leikmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Botnlið Þróttar í Pepsi-deild karla hefur notað langflesta leikmenn allra liða í deildinni þegar mótið er hálfnað.

Þróttur hefur notað 26 leikmenn í fyrstu 11 umferðunum og ljóst að þeir verða enn fleiri enda félagið á höttunum eftir enn frekari liðsstyrk.

Næst á eftir Þrótturum koma Breiðablik, Fylkir og Valur með 22 leikmenn.

Topplið FH hefur hinsvegar notað fæsta leikmenn eða eins 18 það sem af er mótinu.

Leikmenn liðanna eftir 11 umferðir
Þróttur: 26
Breiðablik: 22
Fylkir: 22
Valur: 22
Stjarnan: 21
ÍA: 21
Víkingur R: 21
Fjölnir: 20
Víkingur Ó: 20
ÍBV: 20
KR: 20
FH: 18
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner