Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cahill tekur við fyrirliðabandinu hjá Chelsea
Cahill er nýr fyrirliði Chelsea.
Cahill er nýr fyrirliði Chelsea.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur útnefnt varnarmanninn Gary Cahill sem nýjan fyrirliða liðsins.

Cahill var mikið með fyrirliðabandið á síðasta tímabili þar sem John Terry var í miklu varahlutverki. Nú er Terry farinn til Aston Villa og Conte hefur því alfarið gefið Cahill fyrirliðabandið.

„Ég tel að það sé rétt að halda áfram með Cahill. Ef hann spilar, þá er rétt að hann sé fyrirliði," sagði Conte í samtali við Evening Standard.

„Af hverju? Vegna þess að hann hefur verið hjá Chelsea í mörg ár og hefur spilað marga leiki. Hann hefur líka rétta karakterinn."

Terry hafði verið fyrirliði Chelsea í langan tíma. Eftir síðasta tímabil lauk 22 ára dvöl Terry hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner