Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. júlí 2017 14:30
Bergur Tareq Tamimi
Cesc Fabregas: Morata þarf að aðlagast fljótt
Fabregas og Morata.
Fabregas og Morata.
Mynd: Bergur Tareq
Cesc Fabregas segir að Alvaro Morata þurfi að aðlagast fljótt á Englandi ætli hann sér að taka við af Diego Costa.

Morata kom til Chelsea frá Real Madrid í seinustu viku á metupphæð hjá félaginu. Honum er ætlað að taka við af Diego Costa þar sem Costa mun líkast til fara frá félaginu í sumar.

Costa þykir ekki vera í plönunum hjá Conte á næsta tímabili.

Morata, sem er 24 ára, kom til félagsins fyrir um það bil 70 milljónir punda frá Spánarmeisturunum og eru því miklar kröfur gerðar á þennan unga framherja þegar næsta tímabil rennur upp.

„Þegar þú ert aðalframherji hjá Chelsea þá þarftu að geta barist af hörku í öllum keppnum og ef lið ætlar að ná árangri í öllum keppnum þá þarf það framherja sem skorar helling af mörkum," sagði Fabregas.
Athugasemdir
banner
banner