mán 24. júlí 2017 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Holland og Danmörk áfram
Holland hefur unnið alla sína leiki.
Holland hefur unnið alla sína leiki.
Mynd: Getty Images
Holland og Danmörk munu spila í 8-liða úrslitum Evrópumótsins, en þetta er niðurstaðan eftir leiki kvöldsins.

A-riðillinn kláraðist, en tveir leikir voru spilaðir á sama tíma.

Holland var í góðum málum, en Danmörk og Noregur þurftu að treysta á Holland gegn Belgíu til þess að eiga möguleika á að komast áfram. Norðurlandaþjóðirnar þurftu að treysta á sigur Hollands gegn Belgíu í kvöld.

Holland lagði Belgíu 2-1 og vann riðilinn með fullt hús stiga og það var því spurning hvort Danmörk eða Noregur myndi bera sigur úr býtum í hinum leiknum. Svo fór að Danmörk vann leikinn 1-0.

Danmörk og Holland fara því áfram, en Noregur situr eftir með sárt ennið. Noregur fer heim án þess að fá stig og án þess að skora mark.

Belgía 1 - 2 Holland
0-1 Sherida Spitse ('27)
1-1 Tessa Wullaert ('59)
1-2 Lieke Mertens ('74)

Noregur W 0 - 1 Danmörk
0-1 Katrine Veje ('5 )



Athugasemdir
banner
banner
banner