Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 24. júlí 2017 09:40
Magnús Már Einarsson
Everton með nýtt tilboð í Gylfa
Powerade
Gylfi er í slúðrinu í dag.
Gylfi er í slúðrinu í dag.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain gæti farið frá Arsenal.
Alex Oxlade-Chamberlain gæti farið frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Emre Can gæti farið til Juventus.
Emre Can gæti farið til Juventus.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á Englandi er alltaf hressandi. Skoðum slúður dagsins.



Neymar (25) hefur sagt liðsfélögum sínum Lionel Messi og Luis Suarez að hann verði áfram hjá Barcelona. Neymar ákvað að fara ekki til PSG á metfé. (Sport)

Óvíst er hvort Alexis Sanchez fari frá Arsenal til PSG en samningaviðræður þess efnis hafa siglt í strand. (Talksport)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, óttast að PSG hafi rætt ólöglega við Alexis. Hann vill halda Alexis hjá Arsenal en leikmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum. (Daily Telegraph)

Arsenal ætlar að reyna að fá William Carvalho (25) miðjumann Sporting Lisabon. (Daily Star)

Chelsea ætlar að reyna að fá Alex Oxlade-Chamberlain (23) frá Arsenal. Manchester City hefur líka áhuga. (Daily Express)

Everton hefur komið með nýtt tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson. Everton hefur boðið Swansea 40 milljónir punda með möguleika á fimm milljóna punda aukagreiðslu ef Gylfa vegnar vel hjá félaginu. (Daily Express)

Swansea hefur fengið leyfi til að ræða við Wilfried Bony (28) framherja Manchester City. Bony er fyrrum leikmaður Swansea og þekkir vel til hjá félaginu. (Wales Online)

Tottenham er að reyna að fá Jeremy Toljan (22) varnarmann Hoffenheim. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Moussa Sissoko sé ennþá í áætlunum sínum. (Standard)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Emre Can sé ekki á förum í sumar. Can á eitt ár eftir af samningi sínum en Klopp segir að góðar samningaviðræður hafi átt sér stað í sumar. (Liverpool Echo)

Juventus ætlar að bjóða á bilinu 27-31 milljón punda í Can. Ef því tilboði verður hafnað þá ætlar félagið að fá Can frítt næsta sumar. (Daily Mail)

Liverpool ætlar ekki að bjóða í Virgil van Dijk (26), varnarmann Southampton, nema síðarnefnda félagið komi og bjóði upp á það. (Daily Mail)

Manchester City hefur lækkað verðmiða sinn á Samir Nasri úr 21 milljón punda niður í 10. Liðsfélagar Nasri hjá City eru ekki ánægðir með hrokann í honum. (Times)

WBA er að undirbúa tíu milljóna punda tilboð í Chris Smalling (27) varnarmann Manchester United. (Daily Star)

Vonir Liverpool að fá Naby Keita (22) miðjumann RB Leipzig eru litlar. Þýska félagið vil ekki selja Gíneumanninn í sumar. (Sky Sports)

Liverpool bauð 66 milljónir punda í Keita á dögunum en félagið ætlar ekki að hækka það tilboð. Keita er með klásúlu í samningi sínum um að hann megi fara næsta sumar á 48 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Luciano Spalletti, þjálfari Inter, segir að félagið gæti selt kantmanninn Ivan Perisic (28) fyrir sanngjarna upphæð. Manchester United hefur verið á eftir Perisic í allt sumar. (Daily Mirror)

Javier Hernandez (29) kemur til London á morgun til að ganga í raðir West Ham. (Sky Sports)

Manchester United og Arsenal gætu reynt að fá Marco Asensio (21) frá Real Madrid. (Daily Star)

Newcastle vonast til að fá miðjumanninn Sam Clucas (26) frá Hull á fjórar milljónir punda. (Sun)

Leicester er að kaupa framherjann George Thomas (20) frá Coventry á 500 þúsund pund. (Independent)

Swansea hefur boðið þrjár milljónir punda í Andy Yiadom (25). (Sun)

Jamie Vardy (30), framherji Leicester, segist ekki sjá neitt eftir að hafa ekki farið til Arsenal síðastliðið sumar. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner