Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. júlí 2017 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Pedro tókst að landa sínum fyrsta sigri (Staðfest)
Perdo er kominn á blað í stigasöfnun.
Perdo er kominn á blað í stigasöfnun.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fram 3 - 0 Leiknir R.
1-0 Ivan Bubalo ('45 , víti)
2-0 Helgi Guðjónsson ('55 )
3-0 Axel Freyr Harðarson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Loksins! Pedro Hipolito vann í dag sinn fyrsta sigur sem þjálfari Fram. Hans piltar mættu Leikni Reykjavík í Inkasso-deildinni í kvöld.

Pedro tók við Fram fyrir nokkrum vikum, en hingað til hefur dvöl hans hjá félaginu ekki verið neitt nema vonbrigði. Eftir tap í fyrstu fjórum leikjunum, þá tókst honum að stýra Fram til sigurs í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn í kvöld var bragðdaufur, en undir lok hans fékk Fram vítaspyrnu. Ivan Bubalo steig á punktinn og skoraði.

Hinn efnilegi Helgi Guðjónsson bætti við marki fyrir Fram í byrjun seinni hálfleiks og þegar lítið var eftir gerði Alex Freyr Harðarson út um leikinn með virkilega laglegu marki.

Lokatölur 3-0 og fyrstu stig Pedro komin í hús! Fram er í sjöunda sæti með 18 stig, en Leiknir er í því níunda með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner