Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 24. júlí 2017 22:23
Dagur Lárusson
Kristó: Ég sá þetta öfugt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var skrýtinn leikur. Ég var að mörgu leyti ánægður með mitt lið sem er kannski fáránlegt að segja eftir að hafa tapað 3-0," sagði Kristófer Sigurgeirsson eftir tap sinna manna gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Leiknir R.

Það var fátt sem gerðist fyrsta hálftímann í leiknum og mikið jafnræði var með liðunum en í blálokin á fyrri hálfleiknum fengu Framarar vítaspyrnu en Kristófer var ekki alveg sammála þeim dómi.

„Ég sá þetta eiginlega öfugt, mér fannst eins og hann hafi farið aftan í Ósvald en ég vona að hann hafi haft rétt fyrir sér."

Það voru alls ekki nógu mörg færi sem litu dagsins ljós í þessum leik og var Krisófer á því að liðið hans hafi ekki skapað nógu mikið af almennilegum færum.

„Kannski ekki nógu mikið af almennilegum færum, en sérstaklega í fyrri hálfleik þá vorum við að koma okkur mikið í réttar stöður til þess að komast í almennileg færi og ég er kannski smá svekktur með það að við séum ekki að klára betur."

Leiknismenn eiga leik gegn Íslandsmeisturum FH í undanúrslitunum Borgunarbikarins á laugardaginn og taldi Kristófer að það gæti hafa verið í hausnum á sínum mönnum í dag.

„Auðvitað getur það haft áhrif, þetta er auðvitað eitthvað sem að félagið hefur aldrei farið í áður og kannski er þetta svona aðeins í undirmeðvitundinni."
Athugasemdir
banner