mán 24. júlí 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar í Inkasso - Þrír Fylkismenn
Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö fyrir Fylki gegn Gróttu.
Valdimar Þór Ingimundarson skoraði tvö fyrir Fylki gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Baldvin Sturluson var öflugur hjá Haukum í sigri á Fram.
Baldvin Sturluson var öflugur hjá Haukum í sigri á Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga.
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er skammt stórra högga á milli í Inkasso-deildinni. Þrettándu umferðinni lauk á laugardag og í kvöld hefst sú fjórtánda. Hér að neðan má sjá lið þrettándu umferðar.

Topplið Fylkis sigraði Gróttu 4-0 á heimavelli. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk þar. Elís Rafn Björnsson og Ásgeir Eyþórsson voru öflugir í vörninni þar.

Danski kantmaðurinn Lasse Rise var öflugur í sínum fyrsta leik með Keflavík í 4-2 sigri á Leikni F. Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson átti einnig góðan dag þar.

Orri SIgurjónsson var maður leiksins í dramatískum sigri Þórs gegn Selfyssingum og þeir Ásgeir Marteinsson og Viktor Helgi Benediktsson voru bestir hjá HK í sigri liðsins á Leikni R.

Baldvin Sturluson og Arnar Aðalgeirsson voru öflugir í 3-2 sigri Hauka á Fram og Viktor Jónsson tryggði Þrótti R. sigur á ÍR með tveimur mörkum undir lokin.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner