Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. júlí 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
„Þrír bestu markverðir Íslands eru hér í Hollandi"
Ólafur Pétursson.
Ólafur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari kvennalandsliðsins, var spurður að því á fréttamannafundi í dag út í hvernig staða það er að vera einnig markmannsþjálfari félagsliðs.

Ólafur er markmannsþjálfari hjá Breiðabliki og segir að það verði engir árekstrar þarna á milli.

„Það gengur ágætlega. Ég skil þarna á milli. Ég fylgist vel með öllum markvörðum á landinu og við veljum þá þrjá markverði sem við teljum besta hverju sinni. Við erum með þrjá bestu markverðina hér," sagði Ólafur.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er aðalmarkvörður en auk hennar eru Sandra Sigurðardóttir í Val og Sonný Lára Þráinsdóttir úr Breiðabliki markverðir í landsliðshópnum.

Allar eru þær í kringum þrítugt en Ólafur segir að það séu efnilegir markverðir á leiðinni.

„Við erum með efnilega markverði heima. Markverðirnir okkar eru í góðu standi en það eru líka efnilegir markverðir sem banka á dyrnar," sagði Ólafur.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tók boltann á lofti.

„Við verðum að vera á tánum og passa okkur á því að búa til framúrskarandi leikmenn. Við verðum að leggja mikla vinnu á okkur til þess. Það er eitt að vera efnilegur markvörður og annað að taka stóra skrefið," sagði Freyr.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner