Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. júlí 2017 16:45
Magnús Már Einarsson
Tyrkneskt félag í viðræðum um kaup á Wilshere
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Antalyaspor er í viðræðum við Arsenal um að fá Jack Wilshere í sínar raðir.

Wilshere á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann gæti verið á förum frá félaginu.

„Við erum í viðræðum en Arsenal vill fá mikið fyrir Wilshere. Það verður erfitt að landa honum," sagði Ali Safak Ozturk forseti Antalyaspor.

Wilshere var í láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili.

Í síðustu viku bauð Sampdoria sex milljónir punda í Wilshere en fleiri félög eru einnig að fylgjast með honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner