Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 24. júlí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Þurfum ekki að selja Alexis
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það sé ekki möguleiki á að Alexis Sanchez fari til PSG í sumar.

Wenger segir að þess vegna hafi PSG ákveðið að snúa sér að Neymar, leikmanni Barcelona. Alexis á ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hann hefur ekki óskað eftir því að fara frá félaginu, að sögn Wenger.

„Hefur hann óskað eftir að fara? Nei. PSG getur ekki fengið Sanchez og þess vegna er félagið að reyna að fá Neymar," sagði Wenger.

„Ég er búinn að ákveða mig fyrir þónokkrum tíma síðan. Ég hef látið skýrt í ljós hver skoðun mín er."

„Við erum með sterka fjárhagsstöðu. Sanchez á eitt ár eftir af samningi sínum og við þurfum ekki að fá pening. Hann verður hluti af liðinu á næsta ári en eftir það get ég skilið sögusagnirnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner