Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   lau 24. ágúst 2013 17:12
Magnús Þór Jónsson
Gunnar: Það er ekkert öruggt ennþá.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna manna í Laugardalnum í dag:

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur!  Þrjú stig í hús og við náðum að skapa okkur svigrúm gagnvart liðunum fyrir neðan okkur.

Gunnar var þó ekki á því að úrslit dagsins, sigur Selfoss og tap KF þýddi að baráttan væri sigruð:

Maður er aldrei sloppinn fyrr en það er tölfræðilega á hreinu, en síðustu þrír leikir hafa þýtt að við erum komnir í góða stöðu.

Hann viðurkenndi það að þegar á leikinn leið var þreytan farin að segja til sín hjá leikmönnum sínum og taldi það vera m.a. vegna leikjaniðurröðunarinnar í deildinni.

Þetta var gríðarlega erfiður leikur.  Við spiluðum á miðvikudag við Völsunga og fáum bara tvo daga á milli, á meðan að Þróttararnir fá þrjá.  Tveir dagar í pásu er einfaldlega alltof lítið.

Nánar er rætt við Gunnar í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um gang leiksins, framhaldið í deildinni og öflugan stuðning sem Selfossliðið fékk í dag úr stúkunni.


Athugasemdir
banner