Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna manna í Laugardalnum í dag:
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur! Þrjú stig í hús og við náðum að skapa okkur svigrúm gagnvart liðunum fyrir neðan okkur.
Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur! Þrjú stig í hús og við náðum að skapa okkur svigrúm gagnvart liðunum fyrir neðan okkur.
Gunnar var þó ekki á því að úrslit dagsins, sigur Selfoss og tap KF þýddi að baráttan væri sigruð:
Maður er aldrei sloppinn fyrr en það er tölfræðilega á hreinu, en síðustu þrír leikir hafa þýtt að við erum komnir í góða stöðu.
Hann viðurkenndi það að þegar á leikinn leið var þreytan farin að segja til sín hjá leikmönnum sínum og taldi það vera m.a. vegna leikjaniðurröðunarinnar í deildinni.
Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Við spiluðum á miðvikudag við Völsunga og fáum bara tvo daga á milli, á meðan að Þróttararnir fá þrjá. Tveir dagar í pásu er einfaldlega alltof lítið.
Nánar er rætt við Gunnar í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um gang leiksins, framhaldið í deildinni og öflugan stuðning sem Selfossliðið fékk í dag úr stúkunni.
Athugasemdir