Stjarnan og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildinni í kvöld. Það var nóg um að vera í Garðabænum og seinni hálfleikurinn einstaklega líflegur og fjörugur.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 2 Breiðablik
„Ég hefði viljað vinna þennan leik en við vorum að spila á móti mjög sterku liði sem hefur ekki tapað mörgum leikjum. Við vorum lygilega nálægt því að taka öll stigin þrjú," sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks.
Árni Vilhjálmsson hefði getað komið Breiðablik í 3-1 í seinni hálfleik en var flaggaður rangstæður af Andra Vigfússyni aðstoðardómara.
„Ég er 110% viss um að Árni var ekki rangstæður þá. Árni skorar í nánast öllum leikjum og hefði pottþétt skorað þarna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir