Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. ágúst 2015 16:15
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Drullaðu þér í burtu!
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Mynd: Samsett/Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Við Framarar getum varla verið stoltir af því að fyrirsögnin á þessum pistli er vísun í ummæli þjálfara FRAM og í kjölfarið frétt um þann atburð sem er ein vinsælasta frétt vikunnar. BRAVÓ, tengist þetta eitthvað „ uppbyggingarstarfinu fræga „ ég bara spyr?

Allavega hefur mörgu verið fórnað svo þetta ævintýri ykkar sem hófst sumarið 2012 yrði nýja uppfinningin í sögu fótboltans. Einkunnin til ykkar fyrir það starf er fyrirsögn fréttarinnar sem kom FRAM á kortið sem vinsælasta frétt vikunnar. Þetta er því miður það eina sem FRAM hefur vakið athygli á og það snýr enn og aftur ekkert að uppbyggingu eða sigrum tengdum félaginu.

Fram varð bikarmeistari 2013. Það tímabil voru teknar nokkrar einkennilegar ákvarðanir, t.d. fékk Toddi (Þorvaldur Ö) rauða spjaldið og Rikki Daða tók við ásamt Auðuni Helgasyni. Eftir tímabilið héldu hlutirnir áfram að vera einkennilegir því Rikki og Auðunn fengu ekki að halda áfram sem var spes. Ráðning Bjarna kom eins og köld vatnsgusa og efasemdirnar byrjuðu að láta finna fyrir sér því við vorum að skipta út þjálfara með litla reynslu, en þó kominn með bikar, í þjálfara sem hafði enga reynslu hefur á starfinu.

Með fyrirvara um það hvort Rikki hafi eitthvað gert sem maður veit ekki þá var þessi ákvörðun byrjun á versta kafla FRAM í áratugi. Það er ekki hægt að segja að forráðamönnum Fram hafi ekki borist skilaboð um vilja margra okkar til að koma og aðstoða, svo nú geta sumir talað og ekki haft á samviskunni að hafa ekki reynt að koma með í þessa baráttu. Það er var ekki í boði og allir voru með sitt allt á hreinu, þ.e.a.s markmiðin og uppbygginguna. Okkar aðstoð var ekki þegin.

Menn gleymdu nefnilega því að efnilegfu drengirnir sem áttu að fara fyrir uppbyggingunni voru með lausa samninga. 2014 fór því eins og menn hræddust en ég og fleiri vorum barnalega svartsýnir og með drama. Nefnt var að við fall gætum við endað sem meðalklúbbur, eins og sumir innan félagsins vildu meina, og stórveldið FRAM væri eldgamalt og löngu úrelt orðatiltæki.

Þessi þunna ástríða FRAM og sögu félagsins sagði manni það að nú gæti farið illa. Þegar Fram féll 2005 flúðu margir af hólmi og skemmst er að segja að sá sem þetta skrifar var þá í stjórn félagsins sem rúllaði 1. deildinni upp og komu að því margar hendur. Vegna þess að FRAM er einn virtasti klúbbur landsins, einmitt vegna sögunnar sem margir af félögum okkar, hvort sem þeir eru látnir eða lifandi, skópu fyrir okkur hina til þess að halda uppi heiðri félagsins.

Það var því mjög skrýtið að finna fyrir þeirri ástríðu sem komin var upp i herbúðum okkar. Allt tal og mal um að Bjarni G hafi rústað öllu er ósanngjörn og helber þvæla. Þarna eru menn að verja sinn skít á kostnað annarra og það er aumt. Við verðum að viðurkenna mistök og læra af þeim. Eins að bregðast við þeim mistökum sem við gerum strax, því við höfum eitt verkefni í starfi sem þess: Það er að halda uppi heiðri félagsins okkar á lofti, ekki okkar eigin. Klúbbarnir lifa flest okkar. Þess vegna finnst mér BG hafa hafa fengið á kjammann frá mönnum sem köstuðu stein úr glerhýsi og hann tók höggið vel. En hvar er FRAM í dag?

Fallbarátta í 1. deild eru okkar örlög og Pétur í brúnni sem er einstakur náungi og það þarf enginn að efast um hans hæfileika og eiginleika við þjálfun. Hann er topp þjálfari. Mig langar líka til að benda á að hans hæfileikar liggja líka þar að gera góða menn betri og þeir sem eru þokkalegir eiga von um að verða betri. Hann hefur sýnt það og sannað. Svo menn ættu ekki að fara í það núna að benda á Pétur, sem stökk í starfið eftir að menn stukku frá borði með ósögðum skýringum.

Ég hvet alla Framara að styðja við hópinn, þjálfarana og leikmenn. Þessi hópur er eini hópurinn sem getur forðað FRAM frá því að búa til kafla í sögu FRAM sem engan langar að lesa né skrifa, Þessi grein og þessi gjörningur er gott dæmi um það agaleysi og samskiptaleysi sem hefur átt sér stað s.l ár, innan félagsins og það er mjög sorglegt að sjá FRAM sökkva svona djúpt eins og um viðvaningaklúbb væri um að ræða.

Viðar er góður drengur og ekki veit ég hvað fór fram þarna en stjórnarmenn sem eru saman á leikjum hafa ekkert vald til að fara á bekkinn, þeir eiga bara að vinna og hugsa um sitt. Er ég því efins um að Viðar hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér. En verst bitnar þetta á FRAM, við lítum út eins og kjánar.

Hölum okkur uppi.
Baráttukveðja FRAMARAR

Stefán Ó Sæbjörnsson
Sjálfboðaliði FRAM frá 2001-2011
Form FRAM ffr
Formaður mfl.ráðs FRAM
Stjórnarmaður FRAM ffr
Varamaður stjórn FRAM ffr
Liðsstjóri knd

Athugasemdir
banner
banner
banner