Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. ágúst 2016 22:01
Jóhann Ingi Hafþórsson
1. deild kvenna: HK/Víkingur tryggði sér toppsætið
Björk Gunnarsdóttir skoraði fjögur í kvöld.
Björk Gunnarsdóttir skoraði fjögur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
HK/Víkingur 8 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Björk Gunnarsdóttir ('13)
2-0 Björk Gunnarsdóttir ('18)
3-0 Björk Gunnarsdóttir ('21)
4-0 Milena Pesic ('36)
5-0 Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('41)
6-0 Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('56)
7-0 Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('59)
8-0 Björk Gunnarsdóttir ('71)
8-1 Fríða Þórisdóttir ('86)

HK/Víkingur mætti Hvíta riddaranum í 1. deild kvenna í kvöld.

Óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið sérstaklega spennandi þar sem HK/Víkingur var komið í 3-0 eftir 20 mínútur og skoraði Björk Gunnarsdóttir öll þrjú mörkin.

Einstefna HK/Víkinga hélt svo áfram en Milena Pesic kom þeim í 4-0, áður en Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir skoraði þrennu og breytti stöðunni í 7-0. Björk skoraði svo sitt fjóra mark á 71. mínútu.

Fríða Þórisdóttir lagaði stöðuna með marki á 86. mínútu en úrslitin voru löngu ráðin og var 8-1 sigur staðreynd.

HK/víkingur tryggði sér sigurinn í A-riðlinum með sigrinum en liðið er með 34 stig á meðan ÍR kemur þar á eftir með 30.
Athugasemdir
banner
banner
banner