Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. ágúst 2016 20:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Hef áhuga á að spila í Pepsi-deildinni
Jonathan Hood - Ægir
Hood í leik í Wales.
Hood í leik í Wales.
Mynd: Jonathan Hood
Ægismenn berjast fyrir lífi sínu í 2. deild.
Ægismenn berjast fyrir lífi sínu í 2. deild.
Mynd: Ægir
Velski miðjumaðurinn Jonathan Hood hefur verið valinn leikmaður 17. umferðar 2. deildar en hann skoraði bæði mörki Ægis í Þorlákshöfn í gríðarlega mikilvægum 2-1 sigri gegn Hetti.

Ægir berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið er í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti.

Þrátt fyrir mörkin tvö segist Hood ekki vera fullkomlega sáttur við mína frammistöðu.

„Ég hefði viljað gera betur. Ég fékk nokkur færi sem ég náði ekki að nýta. Ég vil alltaf gera betur," segir Hood.

„Við fengum sigurinn og stigin þrjú sem við höfum verðskuldað í einhverjar vikur. Ég tel að ef við náum upp þeirri spilamennsku sem ég veit að við getum framkallað þá eru möguleikar okkar á að halda sætinu í deildinni mjög háir."

Hood kom til Ægis í glugganum.

„Ég fékk tölvupóst frá félaginu þar sem ég var spurður að því hvort ég væri tilbúinn að koma og hjálpa liðinu að halda sæti sínu. Þeir höfðu séð klippur af mér á Youtube," segir Hood sem ákvað að slá til. Hann segir að hann hafi lækkað sig um gæðaflokka.

„Boltinn hérna er ekki nálægt þeim gæðum sem ég þekki úr velsku úrvalsdeildinni. Þar er þetta faglegra og tæknilega betra. En ég hef notið mín hérna og hef áhuga á því að spila í Pepsi-deildinni á næsta ári ef eitthvað félag þar vill fá mig. Félög frá fleiri löndum hafa einnig sýnt mér áhuga."

En hvernig líkar honum lífið í Þorlákshöfn?

„Það er ekki mikið að gera hérna en ég er í ræktinni allan daginn svo þetta er ekki alslæmt," segir Hood að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 16. umferð Arnór Breki Ásþórsson (Afturelding)
Bestur í 15. umferð - Daði Ólafsson (ÍR)
Bestur í 14. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Bestur í 13. umferð - Friðrik Ingi Þráinsson (Höttur)
Bestur í 12. umferð - Kristján Ómar Björnsson (ÍR)
Bestur í 11. umferð - Björn Anton Guðmundsson (ÍR)
Bestur í 10. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Bestur í 9. umferð - Sergina Modou Fall (Vestri)
Bestur í 8. umferð - Einar Bjarni Ómarsson (KV)
Bestur í 7. umferð - Duje Klaric (Sindri)
Bestur í 5. umferð - Stefán Ari Björnsson (Grótta)
Bestur í 4. umferð - Nik Chamberlain (Afturelding)
Bestur í 3. umferð - Hafsteinn Gísli Valdimarsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner