Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. ágúst 2016 10:10
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári í indverska liðið Pune (Staðfest)
Gudjohnsen til Indlands.
Gudjohnsen til Indlands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn leikmaður FC Pune City í indversku Ofurdeildinni. Félagið opinberaði þetta nú rétt í þessu.

Eiður verður 38 ára í næsta mánuði en hann yfirgaf herbúðir Molde í Noregi nýlega. Allir Íslendingar þekkja feril Eiðs vel en frægastur er hann fyrir að hafa leikið með risaliðunum Chelsea og Barcelona.

Eiður hefur áður verið orðaður við félög í ofurdeildinni í Indlandi, meðal annars árið 2014.

Hinn spænski Antonio López Habas þjálfar FC Pune City. Í gegnum tíðina hafa nokkrir þekktir leikmenn leikið með liðinu en þar má meðal annars nefna Adrian Mutu og David Trezeguet. David Platt þjálfaði Pune á síðasta tímabili en þá endaði liðið í 7. sæti í Ofurdeildinni á Indlandi

Eigandi Pune City er Bollywood-leikarinn Hrithik Roshan og félagið er í nánu samstarfi við Fiorentina á Ítalíu.

Tímabilið á Indlandi hefst vanalega í október og lýkur í desember en Pune City hafnaði í sjöunda sæti á síðasta tímabili. Ljóst er að Eiður er á ansi góðum launum hjá félaginu. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var þegar hann var opinberaður sem leikmaður félagsins.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner