Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. ágúst 2016 21:31
Gunnar Karl Haraldsson
Enski deildabikarinn: Jói Berg og félagar úr leik
Jóhann Berg spilaði allan leikinn í kvöld.
Jóhann Berg spilaði allan leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í Enska deildabikarnum í kvöld.

Jóhann Berg og félagar heimsóttu 3.deildarlið Accrington Stanley í kvöld. Staðan var 0 - 0 eftir 90 mínútur og þurfti að framlengja. Þar hafði Accrington betur, sigurmarkið kom á 120. mínútu leiksins. Það var Matthew Pearson sem skoraði sigurmarkið

Bournemouth heimsótti 3.deildarlið Morecambe í Enska deildarbikarnum í kvöld. Bournemouth komst yfir 0 - 1 en Morecambe tókst að jafna aðeins sex mínútum síðar. Það var svo Callum Wilson sem tryggði Bournemoth áfram í næstu umferð.

Fulham sem leikur í næst efstu deild á Englandi fékk úrvaldsdeildarlið Middlesbrough í heimsókn. Ragnar Sigurðsson er ekki kominn með leikheimild og var því ekki í hóp í kvöld. Fulham gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 2-1. Það þurfti framlengingu til þess að ráða úrslitum og skoraði Lasse Vigen Christensen sigurmarkið á 113. mínútu.

Sunderland fékk 2.deildarlið Shrewsbury í heimsókn. Það var lánsmaðurinn frá Manchester United, Adnan Januzaj sem skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu.

Morecambe 1 - 2 Bournemouth
0-1 Max Gradel ('8 )
1-1 Cole Stockton ('14 )
1-2 Callum Wilson ('54 )

Fulham 2 - 1 Middlesbrough
0-1 David Nugent ('8 )
1-1 Julien De Sart ('54 , sjálfsmark)
2-1 Lasse Vigen Christensen ('113)

Sunderland 1 - 0 Shrewsbury
1-0 Januzaj ('83)

Accrington Stanley 1 - 0 Burnley
1-0 Matthew Pearson ('120)
Athugasemdir
banner
banner
banner