Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 24. ágúst 2016 06:00
Magnús Már Einarsson
Fjölnir auglýsir eftir yngri flokka þjálfurum
Mynd: Fjölnir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mikil aðsókn hefur verið í yngri flokka Fjölnis og eru iðkendur nú yfir 700 og stefnir í að það verði umtalsverð meiri fjölgun á næstu árum.

Knattspyrnudeild Fjölnis leitar að kraftmiklum, jákvæðum, hvetjandi og skemmtilegum knattspyrnuþjálfurum og aðstoðarþjálfurum til að vera með í að byggja upp framúrskarandi umhverfi og þjálfun fyrir iðkendur og framtíðarknattspyrnuleikmenn félagsins.

Um er að ræða tækifæri með hinum ýmsum flokkum félagsins en undir yngri flokka teljast allir flokkar frá og með 8. flokki til og með 3. flokki karla og kvenna. Starfið felst í almennri þjálfun og kennslu, þátttöku í keppnum og á mótum.

Hæfniskröfur
Við leitum að faglegum einstaklingum sem geta kennt vel, allt frá grunnatriðum og tækni, upp í keppnisleikskilning á afreksstigi. Mikilvægt er að viðkomandi geti tekið vel á móti nýjum iðkendum, skipulagt lærdómsríkar og uppbyggilegar æfingar. Hafi getu til að hvetja iðkendur persónulega hvern og einn jákvætt áfram, skapa jákvæðan, skemmtilegan og heilbrigðan félagsanda, séð til þess að hver iðkandi fái verkefni við sitt hæfi þannig að allir njóti sín sem best. Viðkomandi þarf að geta skilgreint markmið á árangri fyrir flokk þann sem hann þjálfar og unnið markvisst að því að ná þeim árangri.

Menntun í knattspyrnuþjálfun er skilyrði
Í umsókn, ásamt grunnupplýsingum, nafni, heimili og kennitölu skal tekin fram þjálfunarreynsla og menntun, hvað viðkomandi skilgreinir sem góðan árangur þjálfara á barna- og unglingastigi. Hvaða flokka/aldur viðkomandi hefur mestan áhuga á að þjálfa, kk eða kvk flokka. Nöfn og símanúmer umsagnaraðila/meðmælenda og hugmyndir um mánaðarleg þjálfaralaun/verktakalaun fyrir að sinna viðkomandi flokki. Auk fleira sem viðkomandi vill taka fram eða telur þörf á til að fá sýn á þekkingu hans og hæfni.

Samstarf og tækifæri
Allir þjálfarar og aðstoðaþjálfarar vinna náið með yfirþjálfara sem frá og með haustinu er í fullu starfi faglegs stjórnanda. Skapast nú tækifæri fyrir nýja þjálfara til að bætast við þjálfarahóp félagsins ásamt möguleika til að umraða þjálfurum milli flokka hjá félaginu til að skapa sem sterkasta heild.

Þjálfunaraðstaða
Vetrarþjálfun fer fram að hluta inni í Egilshöll og að hluta á gervigrasvöllum á bak við Egilshöll. Sumarþjálfun fer fram á gervigrasvöllum við Egilshöll og á grasæfingarsvæði við aðalkeppnisvöll félagsins.

Umsóknir skulu sendast fyrir 31. ágúst nk. á netfangið [email protected] Vinsamlegast setjið í efnislínu hvaða starf er sótt um. Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurnir á sama netfang. Hvetjum bæði karla og konur á öllum aldri til að sækja um. Allir starfsmenn Fjölnis þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.

Formaður knattspyrnudeildar er Árni Hermannsson, í forsvari fyrir Barna- og unglingaráð eru Viðar Karlsson og Trausti Harðarson. Yfirþjálfari knattspyrnudeildar er Þorlákur Árnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner