mið 24. ágúst 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stjarnan mætir ÍBV í beinni
Stjarnan er á toppi Pepsi-deildar kvenna.
Stjarnan er á toppi Pepsi-deildar kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Árborg getur unnið A-riðilinn gegn Afríku í kvöld.
Árborg getur unnið A-riðilinn gegn Afríku í kvöld.
Mynd: Guðmundur Karl Sigurdórsson
Það er ekki mikið eftir af íslenska tímabilinu og er gríðarlega mikil spenna á lokasprettinum í Pepsi-deild kvenna.

Topplið Stjörnunnar fær ÍBV í heimsókn á meðan Valur, sem væri í bullandi toppbaráttu ef ekki fyrir tap gegn ÍBV í síðustu umferð, heimsækir fallbaráttulið FH.

Botnlið KR mætir Þór/KA og þá eigast ÍA og Fylkir við í fallbaráttunni, en ÍA getur komið sér úr fallsæti með sigri.

Í 1. deild kvenna á topplið HK/Víkings leik við botnlið Hvíta riddarans. Þá getur Árborg tryggt sér 1. sætið í A-riðli 4. deildar karla með sigri á botnliði Afríku.

Pepsi-deild kvenna
18:00 Stjarnan-ÍBV (Stöð 2 Sport 2 - Samsung völlurinn)
18:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
18:00 KR-Þór/KA (Alvogenvöllurinn)
18:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)

1. deild kvenna A-riðill
18:00 HK/Víkingur-Hvíti riddarinn (Víkingsvöllur)

4. deild karla A-riðill
20:00 Afríka-Árborg (Leiknisvöllur)

4. deild karla B-riðill
18:00 GG-Skallagrímur (Grindavíkurvöllur)



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner