mið 24. ágúst 2016 10:30
Fótbolti.net
Lið 12. umferðar í Pepsi kvenna: Leikmenn úr sjö liðum
Fjolla Shala er í liði umferðarinnar.
Fjolla Shala er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Dyngvold er einnig í liði umferðarinnar.
Dyngvold er einnig í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net gerir Pepsi-deild kvenna góð skil í sumar. 12. umferðin fór fram í síðustu viku og nú er komið að því að opinbera lið umferðarinnar.


Þór/KA og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan. Þar var miðvörðurinn, Karen Nóadóttir best á vellinum. Hjá Breiðablik stóð Fjolla Shala uppúr.

Í Kaplakrika vann FH mikilvægan 1-0 sigur á KR sem er eftir umferðina á botni deildarinnar. Alex Nicole Alugas skoraði eina mark leiksins. Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir átti einnig góðan leik í hægri bakverðinum hjá FH. KR-liðið getur hinsvegar þakkað Ingibjörgu Valgeirsdóttur í markinu að ekki fór verr.

Sóley Guðmundsdóttir stjórnaði vörn ÍBV í 2-1 útisigri liðsins á Val þar sem Rebekah Bass skoraði annað mark Eyjastelpna.

Skagastelpur unnu góðan eins marks útisigur á Selfossi 2-1 og komust þar með uppúr botnsæti deildarinnar. Veronica Líf Þórðardóttir var frábær í vörn ÍA og Cathrine Dyngvold kom Skagaliðinu á bragðið með fyrsta mark leiksins.

Enn og aftur er Harpa Þorsteinsdóttir í liði umferðarinnar en hún skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 3-0 sigri á Fylki. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gerði slíkt hið sama og lagði upp annað mark.



Úrvalslið 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna:
Ingibjörg Valgeirsdóttir - KR

Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir - FH
Sóley Guðmundsdóttir - ÍBV
Karen Nóadóttir - Þór/KA
Veronica Líf Þórðardóttir - ÍA

Alex Nicole Alugas - FH
Fjolla Shala - Breiðablik
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - Stjarnan
Rebekah Bass - ÍBV

Harpa Þorsteinsdóttir - Stjarnan
Cathrine Dyngvold - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner