Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 24. ágúst 2016 20:34
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óli Brynjólfs: Höldum áfram að pressa á toppliðin
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
"Ég er mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var smá værukærð í seinni hálfleik en heilt yfir er ég virkilega ánægður," sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir 4-0 sigur gegn FH í Pepsídeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 0 -  4 Valur

Hann segir að Valsliðið hefði getað skorað meira í leiknum. "Við fengum fleiri sem við hefðum átt að nýta betur en stundum er þetta svona. Fjögur mörk eru alveg nóg."

Þá segist Ólafur lofa því að Valsliðin muni halda áfram að pressa á Stjörnuna og Breiðablik sem verma tvö efstu sæti deildarinnar. "Við munum halda pressu á Stjörnunni og Breiðablik alveg til loka mótsins, ég skal lofa þér því. Við ætlum að vinna okkar leiki og setja góða pressu á liðin fyrir ofan okkur."

Næst fær Valsliðið einmitt Stjörnuna í heimsókn. "Það verður skemmtilegt verkefni. Við höfum viku til að undirbúa okkur og við erum á heimavelli. Stjörnustúlkur eru gríðarlega góðar og fengu einhverja átta leikmenn fyrir tímabilið. Þær hafa safnað miklu liði og eru góðar. Það er búið að eyða miklu þarna."

Ólafur var þvínæst spurður hvort hann leyfði sér enn að dreyma um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er þannig að ég gefst ekki upp fyrr en möguleikinn er dauður. Við munum setja pressu á þær alveg út í eitt."

Athugasemdir
banner