mið 24. ágúst 2016 09:29
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Raggi Sig: Lækka verulega í launum
Mynd: Aðsend
Ragnar Sigurðsson, nýr varnarmaður Fulham, segist lækka verulega í launum við félagaskipti sín frá Krasnodar í Rússlandi.

Fulham keypti Ragnar í sínar raðir í gær en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

„Ég veit vel að ég kem til með að lækka verulega í launum með þessum félagaskiptum en ég er ekki í fótboltanum peninganna vegna. Ég vildi ólmur komast til Englands og ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila þar," sagði Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Ragnar var orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu á EM í sumar.

Fulham hafði hins vegar betur í baráttunni um Ragnar en liðið ætlar sér stóra hluti í Championship deildinni í vetur.

„Það voru tvö til þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni sem settu sig í samband við umboðsmann minn en Fulham var áhugasamast og fór alla leið," sagði Ragnar við Morgunblaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner