Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. ágúst 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Sam Tillen kinnbeinsbrotnaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Tillen, fyrirliði Fram, meiddist illa í 1-0 sigri liðsins á Keflavík í Inkasso-deildinni á laugardag.

Sam var borinn meiddur af velli undir lok leiks en hann kinnbeinsbrotnaði.

„Hann hefur nú gengist undir aðgerð þar sem kinnbein var illa brotið í andliti. Í aðgerðinni var kinnbeinið skorðað af og fest með 3 málmplötum," segir á heimasíðu Fram.

„Að sögn lækna heppnaðist aðgerðin vel. Stjórn knattspyrnudeildar Fram óskar Sam góðs bata og skjótrar heilsu."

Sam Tillen hefur spilað 15 leiki í Inkasso-deildinni í sumar en hann kom til félagsins á láni frá FH í vor.

Sam hóf feril sinn á Íslandi með Fram en hann lék áður með liðinu frá 2008 til 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner