Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. ágúst 2016 09:50
Elvar Geir Magnússon
Wenger hræðist daginn sem hann hættir
Hugsar um fjármagn Arsenal eins og eigin peninga
Wenger opnar sig í nýrri bók.
Wenger opnar sig í nýrri bók.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger viðurkennir í fyrsta sinn opinberlega að hann meðhöndli fjármagn Arsenal eins og það sé hans eigin peningur. Stuðningsmenn Arsenal eru ósáttir við hversu rólegt félagið hefur verið á leikmannamarkaðinum og hefur Wenger verið kallaður nískur.

„Ég persónulega trúi því að eina leiðin til að vera knattspyrnustjóri sé að eyða peningi félagsins eins og hann sé þinn. Ef þú gerir það ekki ertu líklegur til að gera mörg mistök," segir Wenger í nýrri bók, Game Changers: Inside English Football. Alan Curbishley, fyrrum stjóri Charlton, skrifaði bókina.

Innan við mánuður er í að Wenger hafi haldið um stjórnartaumana hjá Arsenal í 20 ár en margir stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir breytingum. „Eyddu helvítis peningum" var meðal þess sem hópar kölluðu úr stúkunni í síðasta leik.

„Þú þarft að taka stórar ákvarðanir og þú þarft að láta sem þú sért að vinna með eigin peninga, eins og þú sért eigandi félagsins. Ef þú gerir það ekki þá verður þú ekki langlífur í starfinu," segir Wenger.

Hatar jafnmikið að tapa
Í sömu bók viðurkennir Wenger, sem er 66 ára, að hugsa með ótta um daginn sem hann mun hætta sem knattspyrnustjóri. Hann óttast að vita ekki hvað hann eigi að gera við sig þegar hann láti af störfum.

Hann segist ekki skilja hvernig Sir Alex Ferguson gat bara gengið frá fótboltanum skyndilega.

„Þetta hefur verið mitt líf og í hreinskilni sagt óttast ég daginn þegar þessu lýkur," segir Wenger sem segir það enn jafn óþolandi að tapa eins og það var þegar hann byrjaði i bransanum.

„Ég gjörsamlega hata að tapa. Knattspyrnustjórar hata að tapa, ef þú ert í þessu starfi og gerir að ekki þá verður þú ekki lengi við stjórnvölinn. Ef leikur fer vel þá fer ég kannski með vinum eða fjölskyldu út að borða og fæ mér drykk. Ef leikur fer illa þá fer ég beint heim, horfi á annan fótboltaleik og sé aðra stjóra þjást."
Athugasemdir
banner
banner
banner