Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. ágúst 2017 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Koeman um markið hans Gylfa: Ég er orðlaus!
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark af 45 metra færi
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark af 45 metra færi
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton á Englandi, hrósaði Gylfa í hástert eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Hajduk Split í kvöld. Everton er komið áfram í riðlakeppnina eftir úrslit kvöldsins.

Heimamenn í Hajduk komust yfir í lok fyrri hálfleiks áður en Gylfi jafnaði metin með mögnuðu skoti af 45 metra færi áður en Jordan Pickford varði vítaspyrnu frá króatíska liðinu.

Þetta var fyrsta mark Gylfa í fyrsta byrjunarliðsleik hans en hollenski stjórinn hrósaði honum afar mikið eftir leikinn.

„Ég sá markið en er ekki viss um að allir á bekknum hafi séð það!," sagði Koeman við heimasíðu Everton.

„Þetta var ótrúlegt. Ég er bara alveg orðlaus yfir þessu og þú verður að vera ansi klókur til þess að sjá þennan möguleika. Þetta gæti vel verið mark ársins og það eru aðeins 2-3 vikur búnar af tímabilinu."

„Ég er ekki enn búinn að sjá hann þar sem hann fór beint í viðtöl eftir leikinn en þegar ég hitti hann þá læt ég hann vita af því að þetta var alls ekki slæmt mark,"
sagði hann í lokin.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá mark Gylfa
Gylfi maður leiksins með 9 í einkunn
Twitter - Félagar Gylfa grenjuðu úr hlátri



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner