Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. september 2016 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Grótta fer upp með ÍR í Inkasso-deildina (Staðfest)
Grótta mun spila í Inkasso-deildinni á næsta tímabili
Grótta mun spila í Inkasso-deildinni á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Úr leik hjá KF og Ægi í sumar. Þessi tvö lið munu spila í 3. deild að ári.
Úr leik hjá KF og Ægi í sumar. Þessi tvö lið munu spila í 3. deild að ári.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nú er 2. deild karla lokið þetta sumarið. Fimm leikjum var að ljúka og nú er það ljóst fyrir vissu hvaða lið það eru sem eru að fara upp í Inkasso-deildina og hvaða lið það eru sem eru á leiðinni niður í 3. deild karla.

Það var nokkuð um spennu í þessari lokaumferð og sérstaklega þar sem Grótta tapaði nokkuð óvænt gegn Hetti á útivelli. Afturelding hefði getað tekið seinna sætið upp í Inkasso-deildina ef þeir hefðu unnið ÍR-inga, en svo fór ekki, ÍR vann 3-1 sigur og það er því ljóst að það verða ÍR og Grótta sem taka sæti Fjarðabyggðar og Hugins í Inkasso-deildinni að ári.

Ægir vann Magna frá Grenivík með einu marki gegn engu, en það var ekki nóg til að halda sætinu í deildinni. Ægir fellur því niður í 3. deild með botnliði KF.

Njarðvík endaði tímabilið á sigri gegn Vesta á útivelli þar sem Harrison Hanley setti sigurmarkið á 87. mínútu og þá hafði Sindri betur gegn KV í Vesturbænum.

Hér neðst í fréttinni má sjá lokastöðuna í deildinni. Það tekur hana kannsi einhvern tíma að uppfæra sig.

ÍR 3-1 Afturelding
1-0 Jónatan Hróbjartsson ('8 )
2-0 Jón Gísli Ström ('23 )
2-1 Atli Fannar Jónsson ('45 )
3-1 Jón Gísli Ström ('85 )
Lestu nánar um leikinn

Höttur 2 - 1 Grótta
1-0 Brynjar Árnason ('27 )
1-1 Viktor Smári Segatta ('51, víti )
2-1 Jökull Steinn Ólafsson ('87, víti )
Rautt spjald: Jordan Farahani, Höttur ('44 )
Lestu nánar um leikinn

Vestri 2 - 3 Njarðvík
1-0 Brynjar Freyr Garðarsson ('9, sjálfsmark )
1-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('40 )
1-2 Harrison Hanley ('67 )
2-2 Sólon Breki Leifsson ('75 )
2-3 Harrison Hanley ('87 )

Ægir 1 - 0 Magni
1-0 Paul Bogdan Nicolescu ('85 )

KV 0 - 2 Sindri
0-1 Kristinn Magnús Pétursson ('61 )
0-2 Hákon Logi Stefánsson ('90 )

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner