Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2016 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Fabregas byrjar
Fabregas kemur inn í byrjunarliðið hjá Chelsea
Fabregas kemur inn í byrjunarliðið hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Arsenal tek­ur á móti Chel­sea í stór­leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni þar sem leik­ar á Emira­tes-leikvanignum hefjast kl. 16:30. Byrjunarliðin fyrir leikinn eru klár.

Það er óbreytt hjá Arsenal frá síðasta leik gegn Hull City. Sóknarmaðurinn Olivier Giroud er áfram á bekknum og sömu sögu má segja af Granit Xhaka.

Hjá Chelsea er ein breyting þar sem Spánverjinn Cesc Fabregas kemur inn fyrir Oscar, en Fabregas var á sínum tíma fyrirliði Arsenal.

Lund­únaliðin tvö hafa bæði 10 stig í efri hluta deild­ar­inn­ar og það er ljóst að ekk­ert verður gefið eft­ir. Bæði lið hafa unnið þrjá leiki, gert eitt jafn­tefli og tapað ein­um leik á leiktíðinni.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin í heild sinni.

Byrjunarlið Arsenal: Cech; Bell­er­in, Mu­stafi, Koscielny, Mon­real; Cazorla, Coqu­el­in; Walcott, Ozil, Iwobi; Sanchez.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Ivanovic, Ca­hill, Luiz, Azpilicu­eta, Kan­te, Matic, Willi­an, Fabregas, Haz­ard, Costa.





Athugasemdir
banner
banner