Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. september 2016 18:21
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Arsenal slátraði Chelsea í fyrri hálfleik
Alexis Sanchez fagnar marki sínu í dag.
Alexis Sanchez fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 0 Chelsea
1-0 Alexis Sanchez ('11 )
2-0 Theo Walcott ('14 )
3-0 Mesut Ozil ('40 )

Arsenal fór illa með Chelsea á Emirates vellinum í London í dag, í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Alexis Sanchez kom Arsenal á bragðið í fyrri hálfleik eftir slæm mistök hjá Gary Cahill í vörn Chelsea áður en Theo Walcott tvöfaldaði forskotið skömmu síðar eftir glæsilega sókn.

Mesut Özil kláraði svo dæmið á 40. mínútu eftir samleik við Sanchez. Ekkert mark kom í seinni hálfelik og var 3-0 sigur því staðreynd.

Arsenal skellti sér í 3. sæti með sigrinum en Chelsea er búið að tapa tveim leikjum í röð og eru í 8. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner