Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Selfoss, var spældur yfir að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í Pepsi-deild kvenna í dag.
Valur vann leikinn 3-1 en Guðjón segir að sitt lið hafi ekki verið síðri aðilinn í dag.
Valur vann leikinn 3-1 en Guðjón segir að sitt lið hafi ekki verið síðri aðilinn í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 3 Valur
„Taktísktlega séð hefði mér þessi leikur getað farið jafntefli og það hefði verið sanngjarnt."
„Það hefur reynst okkur dýrt að nýta ekki færin sem við höfum verið að fá og á sama tíma höfum við ekki verið að fá mikið af færum."
Guðmunda Brynja Óladóttir, besti leikmaður Selfoss, hefur lítið getað verið með í sumar vegna meiðsla en hún gæti spilað gegn Fylki í leiknum mikilvæga, í síðustu umferðinni.
„Við erum að gæla við það, hún er búin að koma á æfingar," sagði Guðjón.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir