Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 24. september 2016 20:05
Jóhann Ingi Hafþórsson
Leiknir F. bjargaði sér frá falli en ekkert fagnað - Beint í vinnuna
Leiknismenn fagna því að halda sér uppi í Inkasso-deildinni
Leiknismenn fagna því að halda sér uppi í Inkasso-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. gerði sér lítið fyrir og hélt sér uppi í Inkasso-deildinni með 7-2 sigri á HK í Kópavogi í dag.

Fyrir leikinn var Leiknir F. í fallsæti og þurfti ansi margt að gerast til að liðið héldi sér uppi. Huginn tapaði 4-1 fyrir Selfossi á sama tíma og tók Leiknir því framúr nágrönnum sínum og héldu sér uppi.

Kristófer Páll Viðarsson skoraði fjögur mörk í leiknum en hann sagði við Fótbolta.net eftir leik að þeir gætu ekki fagnað þar sem menn voru einfaldlega að mæta í vinnu og það væri búið að fresta lokahófinu.

„Það var hætt við lokahófið, við erum að fara að vinna heima,"

„Það er vinna í kvöld hjá sumum leikmönnum, þetta er það fáranlegasta sem ég hef heyrt."

„Þeir eru að fara að landa, þeir eru búnir að sleppa mörgum æfingum í sumar vegna vinnu," sagði Kristófer Páll Viðarsson
Kristófer: Fór að gráta eftir vítið sem tryggði sætið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner