Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var kátur eftir frábæran sigur Selfyssinga á Huginn í Inkasso-deildinni. Selfyssingar unnu leikinn 4-1 og er þetta fyrsti heimaleikur sem liðið vinnur síðan 12.júlí.
Selfyssingar voru miklu betri aðilinn í dag og var Gunnar sammála því að þetta hafi verið einn af fáum leikjum sem liðið vann örugglega í sumar.
„Já, einn af fáum. Við áttum nokkra góða leiki. Við áttum mjög góðan leik á móti Leikni R. úti og svona 1-2 góða sigurleiki. Þessi var mjög góður og gaman að taka þetta hérna á heimavelli í síðustu umferðinni."
Huginn er fallið niður um deild eftir úrslit dagsins.
„Nei ég held að við gerum það nú svosem ekki. Þetta æxlaðist þannig, ég var bara rétt að frétta það núna."
„Við erum að ná tölvert mikið af markmiðunum okkar. Við erum að byggja liðið upp, við erum að spila mikið á heimamönnum og erum að styrkja innviði klúbbsins mjög mikið. Við náum 28 stigum, við erum með markatölu í plús sem hefur ekki gerst mjög lengi og erum að vinna fleiri leiki en undanfarið."
Gunnar segist reikna með því að halda áfram með liðið næsta sumar.
Athugasemdir