Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
   lau 24. september 2016 15:25
Arnar Helgi Magnússon
Nóg að gera hjá Gunna Borg: Þarf að drífa mig
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var kátur eftir frábæran sigur Selfyssinga á Huginn í Inkasso-deildinni. Selfyssingar unnu leikinn 4-1 og er þetta fyrsti heimaleikur sem liðið vinnur síðan 12.júlí.

Selfyssingar voru miklu betri aðilinn í dag og var Gunnar sammála því að þetta hafi verið einn af fáum leikjum sem liðið vann örugglega í sumar.

„Já, einn af fáum. Við áttum nokkra góða leiki. Við áttum mjög góðan leik á móti Leikni R. úti og svona 1-2 góða sigurleiki. Þessi var mjög góður og gaman að taka þetta hérna á heimavelli í síðustu umferðinni."

Huginn er fallið niður um deild eftir úrslit dagsins.

„Nei ég held að við gerum það nú svosem ekki. Þetta æxlaðist þannig, ég var bara rétt að frétta það núna."

„Við erum að ná tölvert mikið af markmiðunum okkar. Við erum að byggja liðið upp, við erum að spila mikið á heimamönnum og erum að styrkja innviði klúbbsins mjög mikið. Við náum 28 stigum, við erum með markatölu í plús sem hefur ekki gerst mjög lengi og erum að vinna fleiri leiki en undanfarið."

Gunnar segist reikna með því að halda áfram með liðið næsta sumar.
Athugasemdir
banner