Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2016 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmfríður og Gunnhildur léku með sínum liðum
Hólmfríður spilaði allan leikinn hjá Avaldsnes
Hólmfríður spilaði allan leikinn hjá Avaldsnes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alltaf fjör í fótboltanum í Noregi, en í dag var leikið í bæði úrvalsdeild karla- og kvenna og það komu Íslendingar við sögu.

Bakvörðurinn Kristinn Jónsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans, Sarpsborg 08 hafði betur gegn Viking frá Stavangri. Eina mark leiksins gerði Nígeríumaðurinn Onyekachi Hope Ugwuadu þegar sex mínútur voru búnar af leiknum.

Hólmfríður Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Avaldsnes sem lagði Roa að velli með þremur mörkum gegn einu. Þórunn Anna Jónsdóttir var allan tímann á bekknum hjá Avaldsnes, sem er núna fjórum stigum á eftir toppliði Lilleström.

Þá spilaði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir allan leikinn í markalausu jafntefli Stabæk gegn Arna-Björnar. Stabæk er í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig.

Eliteserien
Sarpsborg 08 1 - 0 Viking

1-0 Onyekachi Hope Ugwuadu ('6 )

Toppserien
Roa 1 - 3 Avaldsnes
0-1 Andrea Rosa ('20 )
1-1 Kristine Leine ('40 )
1-2 Hege Hansen ('72 )
1-3 Elise Thorsnes ('78 )

Arna-Björnar 0 - 0 Stabæk
Athugasemdir
banner
banner
banner