Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 24. september 2016 18:39
Jóhann Ingi Hafþórsson
Noregur: Rosenborg orðið meistari - Sjö umferðir eftir
Guðmundur Þórarinsson og félagar eru orðnir meistarar.
Guðmundur Þórarinsson og félagar eru orðnir meistarar.
Mynd: Rosenborg
Rosenborg tryggði sér norska meistaratitilinn með sigri á Modle í dag.

Björn Bergmann Sigurðarson kom Molde yfir í fyrri hálfleik en Rosenborg svaraði með þrem mörkum í seinni hálfeliknum.

Guðmundur Þórarinsson og Hólmar Örn Eyjólfsson voru báðir í byrjunarliði Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inná þegar um korter var eftir af leiknum.

Rosenborg tryggði sér titilinn þó að sjö leikir væru eftir í deildinni en liðið hefur haft mikla yfirburði og aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.










Sjá einnig:
Matti Villa: Eiginlega of létt


Athugasemdir
banner
banner