Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. september 2016 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: ÍBV með stórsigur í Krikanum
ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með FH-inga
ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með FH-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 0 - 5 ÍBV
0-1 Cloe Lacasse ('15 )
0-2 Veronica Napoli ('17 )
0-3 Abigail Cottam ('50 )
0-4 Abigail Cottam ('68 )
0-5 Cloe Lacasse ('77 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV lenti ekki í miklum vandræðum með FH þegar liðin mættust í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði, á heimavelli FH-inga.

Gestirnir úr Eyjum komust yfir með frábæru marki frá Cloe Lacasse, en stuttu síðar bætti Veronica Napoli við öðru marki eftir frákast. Staðan var 2-0 fyrir ÍBV þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Eyjastelpur gerðu algjörlega út úm leikinn snemma í seinni hálfleiknum með skallamarki frá Abigail Cottam, en hún bætti síðan við öðrum marki sínu á 68. mínútu; aftur kom markið með skalla og staðan þarna orðin 4-0 fyrir ÍBV.

Það var síðan Cloe Lacasse sem gulltryggði sigurinn á 77. mínútu með marki eftir hornspyrnu. Lokatölur í Hafnarfirðinum 5-0 fyrir gestina í ÍBV og virkilega flottur sigur hjá þeim.

ÍBV er nú með 30 stig í fjórða sæt­inu, en liðið fór upp­ fyr­ir Þór/​KA sem leikur nú við Fylki. FH er í sætinu fyrir neðan ÍBV með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner