Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. september 2016 17:54
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pepsi-kvenna: Stjörnunni nægir einn sigur - ÍA fallið
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna.

Breiðablik hélt titilvonum sínum lifandi með 2-0 sigri á ÍA en þær þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum því Fanndís Friðriksdóttir kom þeim yfir á 82. mínútu. Málfríður Erna Sigurðardóttir bætti svo við marki í lokin en sigurinn felldi ÍA úr deildinni.

Stjarnan vann svo 3-0 sigur á KR og dugar Stjörnustúlkum því sigur gegn FH í síðustu umferðinni til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar eru því í fallsæti fyrir síðustu umferðina en Selfoss eru sætinu fyrir ofan en einungis á markatölu, það verður því hart barist um að halda sæti sínu í deildinni, í síðustu umferðinni.

Þór/KA fór illa með Fylki á Akureyri og vann 6-0 sigur.

KR 0 - 3 Stjarnan
0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir ('54)
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('76, víti)
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('81)

Selfoss 1 - 3 Valur
0-1 Mist Edvardsdóttir ('33)
0-2 Margrét Lára Viðarsdóttir ('42, víti)
0-3 Mist Edvardsdóttir ('49)
1-3 Sharla Passariello ('70)

Þór/KA 6 - 0 Fylkir
1-0 Natalia Ines Gomez Junco Esteva ('3)
2-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('11)
3-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('35)
4-0 Andrea Mist Pálsdóttir ('38)
5-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('63)
6-0 Sandra María Jessen ('72)

Breiðablik 2 - 0 ÍA
1-0 Fanndís Friðriksdóttir ('82)
2-0 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('89)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner