Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. september 2017 20:25
Fótbolti.net
Hófið - Andri Rúnar í EKKI liðinu
Uppgjör 21. umferðar
Haustbragur á leik KA og Grindavíkur!
Haustbragur á leik KA og Grindavíkur!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, kom hjólandi á leik Blika og ÍBV.
Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, kom hjólandi á leik Blika og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri reynir að ná boltanum af Milosi.
Sindri reynir að ná boltanum af Milosi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engin Evrópa hjá KR næsta sumar.
Engin Evrópa hjá KR næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ein ansi góð mynd frá Hafliða Breiðfjörð.
Ein ansi góð mynd frá Hafliða Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er Íslandsmeistari, Stjarnan fer í Evrópu með FH og bikarmeisturum ÍBV. Eina spurningin fyrir lokaumferðina er hvort það verði Víkingur Ólafsvík eða ÍBV sem fer niður? Jú og hvort Andri Rúnar Bjarnason jafni/slái markametið?

Gerum upp 21. umferðina sem fram fór í dag.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Breiðablik tryggði sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu með því að vinna ÍBV 3-2 þar sem sigurmarkið var flautumark. Eyjamenn eru enn í fallhættu. Lestu nánar um leikinn.

EKKI lið umferðarinnar: Andri Rúnar Bjarnason náði sér ekki á strik með pressuna varðandi markametið á sér í leiknum gegn KA. Akureyri vann Grindavík 2-1 og er Andri Rúnar, sem hefur verið stórkostlegur í sumar, allt í einu í EKKI liðinu!


Lærdómur umferðarinnar: Túfa, þjálfari KA, sagðist hafa fengið ráð frá Milos Milojevic til að stoppa Andra Rúnar. Það svínvirkaði! Sjáðu viðtalið við Túfa - (Milos sagði á dögunum að það væri ekki erfitt verk að stoppa Andra)

Rangstöðuveiddur: Pape Mamadou Faye varð oftar rangstæður en nokkur annar leikmaður á þessu ári í 1-1 jafntefli Víkings Ó. gegn FH. „Held að hann hafi verið rangstæður amk 15 sinnum," sagði okkar maður í Ólafsvík.

Pólitík umferðarinnar:


Takkaför umferðarinnar:


Sópari umferðarinnar: Jón Rúnar Halldórsson

Ár umferðarinnar: Milos Milojevic

Ekki heiðursvörður umferðarinnar: Stjarnan

Dómari umferðarinnar: Einar Ingi Jóhannsson í sínum fyrsta leik með flautuna í Pepsi-deild karla. Dæmdi KA - Grindavík og fékk 9,5 frá fréttaritara Fótbolta.net norðan heiða.

Nokkrir sem brosa breitt eftir umferðina:
- Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍBV. Fyrr í sumar skoraði hann sigurmark Vals gegn ÍBV!
- Íslandsmeistarinn Bjarni Ólafur Eiríksson heldur áfram að raða inn mörkum! Geggjað tímabil hjá honum.
- Ágúst Gylfason. Pepsi-sætið tryggt!

Nokkrir sem geta verið ansi pirraðir eftir umferðina:
- Kristján Guðmundsson. ÍBV gengur illa að losa sig við falldrauginn og aðra umferðina í röð tapaði liðið með flautumarki!
- Andri Rúnar Bjarnason. Þýðir samt ekki að pirra sig lengi. Andri getur vel hent í tvö gegn Fjölni í lokaumferð!
- Willum Þór Þórsson og aðrir KR-ingar. Að ná ekki Evrópusæti þýðir bara eitt í Vesturbænum: Óásættanlegt vonbrigðatímabil.

#Fotboltinet

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner