Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. september 2017 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg til Verona (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin marksækna Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið lánuð frá Breiðabliki til ítalska liðsins Verona.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Breiðabliki.

Verona lenti í þriðja sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og ætlar sé stóra hluti í vetur með Berglindi innanborðs.

Reikna má með að Berglind verði lögleg með liðinu í byrjun október en hún snýr síðan aftur til Breiðabliks í maí á næsta ári.

„Við óskum Berglindi velfarnaðar á Ítalíu í vetur," segir í yfirlýsingunni sem Blikar sendu frá sér.

Berglind hefur verið gríðarlega öflug í sumar og hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar. Hún og hennar liðsfélagar í Breiðabliki eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, en þær eru tveimur stigum frá Þór/KA fyrir lokaumferðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner