Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   sun 24. september 2017 16:20
Magnús Már Einarsson
Halli Björns sýnir takkaför: Fæ sólann hans í bringuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður á eftir að fatta þetta betur í kvöld. Maður fær sér kaffi og kleinu og nær að melta þetta aðeins," sagði Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir 2-1 tap gegn Val í dag. Þrátt fyrir tap þá er Stjarnan búið að tryggja Evrópusæti eftir jafntefli hjá Fjölni og KR.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Valur

Halli fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik í leiknum í dag. Kristinn Ingi Halldórsson fékk þá fyrirgjöf og kom boltanum í átt að marki framhjá Haraldi sem kom út á móti. Þeir skullu í kjölfarið saman og dæmd var vítaspyrna.

„Ég þarf að sjá þetta aftur. Eins og ég sé þetta þá kem ég ekki á fleygiferð. Ég fæ hann og sólann hans í bringuna á mér. Ég fatta þetta ekki alveg. Mér fannst ég koma út og stoppa."

„Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að dæma á mig. Ég hélt að hann væri að dæma bakhrindingu af því að ég fékk hann yfir mig og sólann í bringuna,"
sagði Halli og sýndi takkaför á bringunni.

Haraldur er uppalinn Valsari en hann var að mæta gömlu félögunum í dag. Valur landaði Íslandsmeistaratitlinum fyrir viku.

„Ég þekki bróðurpartinn af þessum strákum og óska þeim innilega til hamingju. Ég æfði og spilaði lengi með Bjössa Hreiðars og hann er búinn að standa sig vel sem þjálfari. Ég þekki Óla jó líka og ég óska þeim innilega til hamingju," sagði Halli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner