Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 24. september 2017 20:49
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina missti sigurinn eftir dómaramistök
Federico Chiesa, sonur Enrico Chiesa, gerði frábært mark snemma leiks.
Federico Chiesa, sonur Enrico Chiesa, gerði frábært mark snemma leiks.
Mynd: Getty Images
Sjöttu umferð ítalska boltans var að ljúka með æsispennandi viðureign Fiorentina og Atalanta.

Fyrr í kvöld hafði Bologna betur gegn Sassuolo í bragðdaufum leik þar sem varamaðurinn Orji Okwonkwo gerði sigurmarkið undir lokin.

Stórleikur kvöldsins var viðureign Fiorentina og Atalanta, þar sem Federico Chiesa kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki snemma leiks.

Papu Gomez klúðraði vítaspyrnu fyrir Atalanta í síðari hálfleik. Fiorentina vildi svo fá vítaspyrnu á 86. mínútu en fékk ekki, þó að endursýningar hafi sýnt að dómarinn hefði átt að flauta.

Það kom í bakið á heimamönnum undir lokin þegar Remo Freuler jafnaði á 94. mínútu.

Sassuolo 0 - 1 Bologna
0-1 Orji Okwonkwo ('89)
Rautt spjald: Francesco Magnanelli, Sassuolo ('80)

Fiorentina 1 - 1 Atalanta
1-0 Federico Chiesa ('12)
1-1 Remo Freuler ('94)
Athugasemdir
banner
banner